Get Adobe Flash player

Laun á Íslandi

Þrif fyr­ir „ótrú­lega“ lága upp­hæð.

Grein frá MBL.is 25.6.2014 

stækka

mbl.is/​Val­dís Þórðardótt­ir

Ef þú greiðir mann­eskju 2.500 krón­ur á tím­ann fyr­ir að þrífa heima hjá þér ert þú senni­lega að greiða und­ir lág­marks­laun­um í land­inu. Ef þú tek­ur 2.500 krón­ur á tím­ann fyr­ir að þrífa heima hjá fólki ert þú ekki að fá greitt sann­gjarnt fyr­ir þína vinnu. Ef þú greiðir eða færð greitt  svart ert þú að brjóta lög. Á þess­um orðum hefst grein Drífu Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóra Starfs­greina­sam­band­ins, um aðkeypt þrif inni á heim­il­um og hvort verið sé að greiða sann­gjarnt verð fyr­ir þá vinnu.

Drífa seg­ir að nóg sé að fara inn á markaðstorgið bland.is til að sjá „líf­leg­an markað þar sem vinna geng­ur kaup­um og söl­um fyr­ir hreint ótrú­lega lág­ar upp­hæðir.“ Oft er um að ræða ein­yrkja og „að mér læðist sá grun­ur að ekki sé allt upp gefið til skatts.

AFP

Þar með er ekki ein­ung­is verið að hafa af starfs­fólki rétt­indi held­ur get­ur verk­kaupi verið skaðabóta­ábyrg­ur ef vinnu­slys verður,“ skrif­ar Drífa. 

Drífa seg­ir að verk­taka­vinna sé senni­lega al­geng­asta formið á heim­il­isþrif­um þar sem verktaki gef­ur út reikn­ing fyr­ir vinn­unni sinni og verk­kaupi greiðir fast verð fyr­ir þrif­in eða verð á hverja klukku­stund. Það er ekk­ert að því, skrif­ar Drífa, að kaupa verk­töku eða vera verktaki, ef ákveðin skil­yrði eru upp­fyllt. Skil­yrðin eru meðal ann­ars þau að verktak­inn stýri verk­inu sjálf­ur, geti meðal ann­ars sent ein­hvern ann­an fyr­ir sig og hef­ur stjórn­un­ar­vald yfir verk­inu.

„Launa­fólk ávinn­ur sér rétt­indi á vinnu­markaði með því að skila skött­um og gjöld­um og sum­ar af þess­um greiðslum á at­vinnu­rek­andi að standa skil á,“ skrif­ar Drífa í grein sinni. „Segj­um sem svo að mann­eskja þrífi í verk­töku fyr­ir 2.500 krón­ur á tím­ann. Hvað verður eft­ir sem laun þegar búið er að draga frá það sem at­vinnu­rek­andi á að greiða í launa­tengd gjöld?“ Í grein­inni reikn­ar Drífa dæmið til enda og niðurstaðan er sú að laun verk­tak­ans fyr­ir skatt á tím­ann verði þegar uppi er staðið 1.645,8 kr. (sjá dæmið hér)

„Nær all­ar þess­ar greiðslur gera það að verk­um að launa­fólk ávinn­ur sér meiri rétt­indi eft­ir því sem greitt er hærra í viðkom­andi sjóði. Þarna er ekki búið að taka til­lit til des­em­berupp­bót­ar (73.600 krón­ur á ári) eða or­lof­s­upp­bót­ar (39.500 krón­ur á ári) né greiðslna vegna helgi­daga þegar launa­fólk er í fríi en held­ur full­um laun­um. Það er held­ur ekki búið að taka til­lit til kaffi- og mat­ar­tíma sem greidd­ir eru af at­vinnu­rek­anda. Ferðakostnaður á milli staða er held­ur ekki tal­inn inn í þessa út­reikn­inga en það get­ur verið tölu­verður tími og kostnaður sem fylg­ir ferðum inn­an hefðbund­ins dag­vinnu­tíma. Að lok­um þá ber at­vinnu­rek­end­um að tryggja launa­fólk fyr­ir dauða og ör­orku. Að þessu und­an­skildu eru eft­ir í vasa verk­tak­ans 1.645,8 krón­ur og af þeirri upp­hæð á hann eft­ir að greiða skatta, fé­lags­gjald í stétt­ar­fé­lag (1%) og líf­eyr­is­sjóðsiðgjald launa­fólks (4%),“ skrif­ar Drífa.

Þeir kjara­samn­ing­ar sem kom­ast næst því að eiga við þrif inni á heim­il­um eru samn­ing­ar Starfs­greina­sam­bands­ins við Bænda­sam­tök Íslands fyr­ir fólk sem starfar á bænda­býl­um. Lág­marks­tíma­kaup þar í dag­vinnu er 1.249,06 krón­ur en laun­in hækka með hverju ár­inu sem unnið er og að sjálf­sögðu er greitt meira fyr­ir yf­ir­vinnu og vinnu á stór­hátíðum. Fólk sem hef­ur lokið ein­hverju námi raðast svo hærra í launa­töfl­una. „Ef greidd­ar eru 2.500 krón­ur á tím­ann fyr­ir þrif í verk­taka­vinnu er verið að greiða und­ir lág­marks­laun­um í land­inu og það er ólög­legt. Því er von að spurt sé:

Ert þú að fá greitt fyr­ir þína vinnu?

Er sam­visk­an þín jafn hrein og heim­ilið eft­ir aðkeypt þrif?“

 

 mbl | 25.6.2014 

Gul skilaboð