Get Adobe Flash player

eldgos

Einn af stærstu sólblettum sl. áratuga

NORÐURLJÓSIN.

Ógn eða ánægja? Einn af stærstu sólblettum sl. áratuga snýr nú beint að Jörðinni. Hann hefur verið að senda sólblossa sem trufla radiósamskipti. Enn sem komið hefur hann ekki sent neinar gusur af efniseindum sem er mjög óvenjulegt en kannski heppilegt. Þann 13. mars 1989 olli gríðarleg efniseindasending frá svipuðum sólbletti víðtæku rafmagnsleysi í norður Ameríku og Kanada þegar segulmögnun olli hækkaðri spennu í háspennulínum og í kjölfarið 12 klst útslætti og rafmagnsleysi hjá milljónum manna. SJÁ HÉR. Þá sáust norðurljósin allt suður til Flórída og Kúbu. Þessi sólblettur hefur ekki sent neinar efniseindir frá sér þegar þetta er skrifað þannig að enn sem komið er engin yfirvofandi hætta á rafmagnsleysi vegna sólgosa.

Ekki það að við hjá Gult.is teljum einhverja sérstaka hættu yfirvofandi en við viljum benda á nýlega áminningu frá Rauða krossinum varðandi svokallaða “viðlagakassa” . Þeir þurfa að innihalda þá hluti sem þú gætir þurft á að halda í kjölfar hamfara. Gott að kíkja á þetta enda aldrei að vita hvaða stefnu t.d. umbrotin í Bárðarbungu kunna að taka.

 

 

Logn á Leirvogi

Línuritin frá Leirvogi hafa nú róast niður eftir nokkurra daga dans. Miklar líkur eru þó á því að mikið fjör eigi eftir að færast í leikana því stærsti sólblettur þessarar 11 ára sólarsveiflu er kominn í skotlínu á Jörðina. Mikill órói er í þessum risasólbletti og hefur hann verið að valda fjarskiptatruflunum vegna stöðugra sólblossa. Engar efniseindir hafa þó enn sem komið er verið að berast vegna þessara sólblossa en gríðarmikill efniviður er fyrir hendi verði alvöru sólgos. Dæmi eru um norðurljós allt suður til Flórída og Kúbu eftir að svona blettir hafa gosið efniseindum. Alvöru sólgos næstu 4-6 daga er alvörumál. Dæmi eru um að heilu raforkukerfin hafi slegið út vegna stórra sólgosa vegna yfirspennu sem myndast í háspennulínum. Þetta gerðist í Kanada 13. mars 1989. Sjá HÉR.  Þó líkurnar séu kannski ekki miklar þá má kannski segja að við séum með tvö mikil óróasvæði yfir okkur núna sem stjarnfræðilega séð geta gosið og í leiðinni ógnað raforkukerfum okkar – annað í þessum risabletti á Sólinni og hitt í öskju Bárðarbungu.

Eldgosið í Holuhrauni

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni.

Hraun­breiðan í heild er orðin að minnsta kosti 46 km2, seg­ir á face­booksíðu Jarðvís­inda­stofn­un­ar HÍ.

Örlítið hef­ur dregið úr hraða sigs­ins í öskju Bárðarbungu og er það nú um 40 cm á dag og alls rúmir 30 metrar frá upphafi umbrotanna.

12 jarðskjálftar yfir 3 stig hafa orðið sl. 48 klst. þar af 8 stærri en 4 og 1 stærri en 5 og var sá 5,5 stig skv. vef Veðurstofu Íslands.

Gosið er eitt það afkastamesta sem sögur fara af og stefnir hraðbyri í að verða mesta hraungos síðan í Skaftáreldum 1783.

vefmyndavelar bardarbunga2-005 Eldgos.is

Eldgosið á ársgrundvelli.

hraungos001

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni þegar þetta er skrifað í lok september 2014. Haldi hraunflákinn áfram að stækka með sama hraða og undanfarnar 3 vikur myndi hraunið þekja lauslega áætlað um 500-600 ferkílómetra í september á næsta ári. Rúmmálið yrði á sama tíma um 8000 milljón rúmmetrra og gosið yrði eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Jörðinni.
Hraunið í Heklu árið 1947 fór upp í 800 milljón rúmmetra en það tók Heklu tæplega tvö ár að framleiða það hraun. Þetta eldgos er búið að vara í þrjár vikur og er þegar komið upp í 500 milljón rúmmetra. Stærsta hraun landsins úr einu gosi á nútíma er einmitt ættað úr Bárðarbungunni. það er Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum. Til samanburðar er það talið vera um 950 ferkílómetrar eða rétt rúmlega ársverk fyrir Holuhraunsgosið. Þjórsárhraunið rann ofan af hálendinu meðfram Þjórsá og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Það hraun er reyndar einnig stærsta hraun á jörðinni úr einu gosi í svokölluðum nútíma. Með sama áframhaldi ætti holuhraunið nýja að vera komið til sjávar í Öxarfirði í byrjun sumars haldi gosið svo lengi út með sama krafti og nú.

Lognið á undan storminum?

Eins og sjá má á línuritinu hefur jörð nánast ekkert skolfið síðan klukkan 14.30 í dag eða í um 3 klst þegar þetta er ritað.

Fróðlegt verður að sjá hvort um hið fræga “logn á undan storminum” sé að ræða.

140922_1750

 

Hér er svo hægt að sjá yfirlit yfir önnur yfirstandandi eldgos í heiminum.

allactivityvolcanos

Ekki eina eldgosið.

Eldgosið í Holuhrauni er víst ekki eina Eldgosið á Jörðinni. Hér getið þið séð lista yfir öll eldgosin.

allactivityvolcanos

Mæliniðurstöður á sigi Bárðarbungu

Nú er hægt að sjá rauntíma niðurstöður GPS mælinga frá miðri Bárðarbunguöskjunni. Smellið hér fyrir nýjustu tölur.

Nýtt sólgos og Jarðgos.

Nýtt Sólgos og Jarðgos!


Búist við flæði efniseinda frá sólgosi sem varð í sólbletti 2157 þann 13. sept. Flæðið frá þessu sólgosi er væntanlegt 16. sept. og er ekki það öflugt að það geti valdið tímabundnum truflunum á fjarskiptum líkt og óttast var þann 12. sl. þegar tvöfalt flæði skall á Jörðinni. Ekki er annað hægt að segja en að óvenju fjörugt sé um þessar mundir á yfirborði sólar líkt og á yfirborði Jarðar á Vatnajökulssvæðinu t.d. þó tenging sé ekki sjáanleg. 

 

Sólgos – Truflanir á fjarskiptum.

Tvö Sólgos, Jarðgos og Kórónuhola! – Þrefalt flæði sólmassa stefnir beint á Jörðina og getur valdið truflunum á fjarskiptum!

 

Flæði úr enn einni svokallaðri kórónuholu stefnir nú beint að segulhjúpi Jarðar og er búist við miklum sýningum vegna hennar 10. – 12. sept. Einnig er búist við flæði frá 2 sólgosum sem urðu í sólbletti 2158 þann 9. sept og 10. sept. Flæðið frá þessum sólgosum er væntanlegt 11. og 12. sept. og er það öflugt að það getur valdið tímabundnum truflunum á fjarskiptum. Meira HÉR

Lára Ólafsdóttir spáir frekari umbrotum.

“27/9 annaðhvort kl 0506 eða 2315 að kvöldi sprengigos og hekla”

Gaman að vita hvort Klara Tryggvadóttir sé með skoðun á þessari sýn Láru.

.